Afmælisveisla hjá Alexander
Já, föstudagur enn á ný. Ég blogga óvenjuoft á föstudögum. Kannski er maður að "gera upp" á föstudögum hver veit.
Anyhow, ég er bara í barnastússi þessa dagana. Búið að vera nokkuð mikið í gangi.
Alexander hélt upp á afmæli sitt síðastliðinn miðvikudag, þ.e.a.s. fyrir bekkinn sinn. Í kofann hennar Sólrúnar mættu 9 hressir og óvenju kurteisir piltar. Sólrún var búin að gera allt klárt og baka köku. Alexander og Sólrún voru búin að útbúa nammipoka fyrir gestina og eina sem var eftir var smá pizzugerð, sem ég skellti mér í. Svo sótti ég allt gengið í skólann og við kipptum Dísu með líka.
Þetta var rosa gaman. Strákarnir sungu fyrir Alexander bæði á ensku og dönsku...Eitthvað voru þeir tregir í byrjun en luku söng á glæsilegan hátt. Svo var ráðist á veigarnar og allir pakksaddir og sáttir. Tölvuleikir voru greinilega aðalaðdráttaraflið og satt að segja þá fór nú ekki mikið fyrir piltunum. Nammipokar voru svo veiddir með veiðistöng út um herbergisgluggann hennar Dísu.
Um kvöldið bauð Sólrún svo öllum út að borða á Jensens Bøfhus og það var virkilega fínt. Alexander borðaði svo mikið þennan dag og svo um kvöldið að hann fékk í magann greyjið og fékk að vera heima daginn eftir. Svona nokkurs konar timburmenn í gangi hehe.
Jæja ég ætla að rölta út í búð og smelli kannski fleiri línum síðar í dag.
kv.
Arnar Thor
Anyhow, ég er bara í barnastússi þessa dagana. Búið að vera nokkuð mikið í gangi.
Alexander hélt upp á afmæli sitt síðastliðinn miðvikudag, þ.e.a.s. fyrir bekkinn sinn. Í kofann hennar Sólrúnar mættu 9 hressir og óvenju kurteisir piltar. Sólrún var búin að gera allt klárt og baka köku. Alexander og Sólrún voru búin að útbúa nammipoka fyrir gestina og eina sem var eftir var smá pizzugerð, sem ég skellti mér í. Svo sótti ég allt gengið í skólann og við kipptum Dísu með líka.
Þetta var rosa gaman. Strákarnir sungu fyrir Alexander bæði á ensku og dönsku...Eitthvað voru þeir tregir í byrjun en luku söng á glæsilegan hátt. Svo var ráðist á veigarnar og allir pakksaddir og sáttir. Tölvuleikir voru greinilega aðalaðdráttaraflið og satt að segja þá fór nú ekki mikið fyrir piltunum. Nammipokar voru svo veiddir með veiðistöng út um herbergisgluggann hennar Dísu.
Um kvöldið bauð Sólrún svo öllum út að borða á Jensens Bøfhus og það var virkilega fínt. Alexander borðaði svo mikið þennan dag og svo um kvöldið að hann fékk í magann greyjið og fékk að vera heima daginn eftir. Svona nokkurs konar timburmenn í gangi hehe.
Jæja ég ætla að rölta út í búð og smelli kannski fleiri línum síðar í dag.
kv.
Arnar Thor
Ummæli